Notkunarreglur Gmail

Notkunarreglurnar hér fyrir neðan eiga við Gmail. Reglurnar eiga mikilvægan þátt í að stuðla að jákvæðri upplifun allra sem nota Gmail.

Við þurfum að draga úr misnotkun sem stofnar í hættu getu okkar til að veita þessa þjónustu og því förum við fram á að allir fylgi þeim reglum sem hér fara á eftir. Þegar okkur berst tilkynning um mögulegt brot á reglum kunnum við að fara yfir efnið og grípa til aðgerða, þ. á m. að takmarka eða loka fyrir aðgang notanda að vörum Google. Ef lokað er á reikninginn þinn og þú telur að það hafi verið fyrir mistök skaltu fylgja leiðbeiningunum á þessari síðu.

Við kunnum að grípa til aðgerða á reikningum sem fara yfir hámark geymslurýmis. Til dæmis gætum við bannað sendingu og móttöku skilaboða ef þú ferð yfir hámark geymslurýmis. Við gætum líka eytt efni af reikningnum þínum ef þú losar ekki geymslurými eða færð ekki aukið geymslurými. Lestu meira um hámark geymslurýmis hér.

Gættu þess að líta hér inn af og til því að reglurnar kunna að breytast. Skoðaðu einnig þjónustuskilmála Google til að fá frekari upplýsingar.

Tilkynna misnotkun

Ef þú telur að reikningur hafi brotið notkunarreglur okkar geturðu tilkynnt það á marga vegu:

Óvirkur reikningur

Notaðu vöruna til að halda henni virkri. Virkni felur það í sér að opna vöruna eða efni hennar á minnst 2 ára fresti. Við kunnum að grípa til aðgerða á óvirkum reikningum, svo sem að eyða skilboðunum þínum úr vörunni. Lestu meira hér.

Ruslefni og fjöldapóstur

Ekki má nota Gmail til að dreifa ruslefni eða óæskilegum auglýsingapósti.

Einkum er óheimilt að nota Gmail til að senda tölvuskeyti sem brjóta í bága við CAN-SPAM-lögin eða önnur lög um varnir gegn ruslpósti, til að senda í óleyfi tölvuskeyti í gegnum opna netþjóna þriðja aðila eða til að dreifa netföngum einstaklinga án samþykkis þeirra.

Eins er óheimilt að nota sjálfsstýringu í viðmóti Gmail til að senda, eyða eða sía tölvuskeyti á hátt sem blekkir eða villir um fyrir notendum.

Hafðu í huga að viðtakendur kunna að leggja aðra merkingu í orðin „óæskilegur“ eða „óumbeðinn“ en þú. Sýndu góða dómgreind þegar sendur er tölvupóstur til margra viðtakenda í einu, jafnvel þótt viðtakendur hafi áður valið sjálfir að fá tölvuskeyti frá þér. Þegar notendur Gmail merkja tölvupóst sem ruslefni eykur það líkur á því að efni frá þér verði einnig síðar merkt sem ruslefni af kerfinu sem við notum til að sporna gegn misnotkun.

Stofnun og notkun margra Gmail reikninga

Ekki má stofna eða nota marga reikninga til að brjóta gegn reglum Gmail, sneiða hjá takmörkunum Gmail reikninga, komast hjá síum eða grafa með öðrum hætti undan þeim takmörkunum sem gilda um reikninginn þinn. (Hafi annar notandi til að mynda sett þig á bannlista eða Gmail reikningurinn þinn verið gerður óvirkur vegna misnotkunar máttu ekki búa til nýjan reikning í staðinn til að halda þar uppteknum hætti.)

Eins er ekki leyfilegt að búa til Gmail reikninga með sjálfvirkum hætti eða kaupa, selja, skipta eða endurselja Gmail reikninga til annarra.

Spilliforrit

Ekki má nota Gmail til að dreifa vírusum, spilliforritum, ormum, trjójuhestum, spilltum skrám eða öðrum skaðlegum eða blekkjandi hlutum. Jafnframt er óheimilt að dreifa efni sem skaðar eða truflar starfsemi netkerfa, netþjóna eða annars búnaðar í eigu Google eða annarra.

Svik, vefveiðar og aðrar blekkingar

Ekki má fara inn á aðgang annars notanda Gmail nema fyrir liggi óvefengjanlegt samþykki viðkomandi.

Ekki nota Gmail fyrir vefveiðar. Ekki fara fram á eða safna viðkvæmum gögnum, þar á meðal, án þess að það takmarkist við, aðgangsorðum, fjárhagsupplýsingum og kennitölum.

Ekki senda skilaboð til að gabba, afvegaleiða eða blekkja aðra notendur til að deila upplýsingum á fölskum forsendum. Þetta felur einnig í sér að villa á sér heimildir sem önnur manneskja, fyrirtæki eða aðili með þeim ásetningi að gabba eða afvegaleiða.

Öryggi barna

Myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á börnum er stranglega bannað á Google. Ef við uppgötvum slíkt efni munum við tilkynna það til miðstöðvar týndra og misnotaðra barna, líkt og lög kveða á um. Eins kunnum við að grípa til eigin refsiaðgerða, m.a. með því að loka Google reikningum þeirra sem hlut eiga að máli.

Google bannar einnig nettælingu barna með Gmail, sem er skilgreind sem hverjar þær aðgerðir sem miða að því að stofna til tengsla við barn til að minnka varnir þess með það að markmiði að undirbúa kynferðislega misnotkun, mansal eða annan skaða.

Ef þú telur barn vera í hættu eða að það hafi þegar orðið fyrir misnotkun, misþyrmingum eða mansali skaltu umsvifalaust hafa samband við lögregluyfirvöld þar sem þú ert.

Ef þú hefur þegar tilkynnt mál til lögregluyfirvalda og þarfnast ennþá hjálpar, eða ef þú hefur áhyggjur af því að barn sé í hættu eða hafi verið í hættu, geturðu tilkynnt Google hegðunina með þessu eyðiblaði. Mundu að þú getur alltaf lokað á einstakling sem þú vilt ekki að hafi samband við þig á Gmail.

Höfundarréttur

Virtu höfundarréttarlög. Ekki brjóta gegn hugverkaréttindum annarra, s.s. réttindum varðandi einkaleyfi, vörumerki, viðskiptaleyndarmál og annan eignarrétt. Eins er óheimilt að hvetja til eða ginna aðra í að brjóta á hugverkaréttindum. Þú getur tilkynnt brot á höfundarrétti til Google með því að nota þetta eyðublað.

Áreitni

Ekki má nota Gmail til að áreita, ógna eða hóta öðrum. Hver sá sem staðinn er að því að nota Gmail í slíkum tilgangi á á hættu að reikningi hans verði lokað.

Ólöglegt athæfi

Fylgja skal lögum. Ekki má nota Gmail til að stuðla að, skipuleggja eða taka þátt í ólöglegu athæfi.